þri 19. maí 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gamla markið: Rosalega mikilvægt mark Hitzlsperger
Thomas Hitzlsperger og félagar fagna.
Thomas Hitzlsperger og félagar fagna.
Mynd: Getty Images
Það er ekki mikið um fótbolta þessa stundina og í fótboltalausa tímabilinu er um að gera að rifja upp gamalt og gott mark.

Þýska úrvalsdeildin hófst aftur um síðustu helgi og í dag förum við aftur 13 ár í tímann þegar Stuttgart vann þýsku úrvalsdeildina. Stuttgart þurfti að minnsta kosti jafntefli í lokaumferðinni gegn Cottbus, en liðið lenti 1-0 undir.

Stuttgart var ekki lengi undir því Thomas Hitzlsperger jafnaði með þessu magnaða marki sem sjá má hér að neðan.

Stuttgart skoraði svo sigurmark í síðari hálfleiknum og tryggði sér sigur í þýsku Bundesligunni, með tveimur stigum meira en Schalke.

Ef þú átt hugmynd að góðu marki til að rifja upp sendu þá tölvupóst á [email protected]

Eldra efni í „gamla markið"

On this day 13 years ago, VfB Stuttgart was 0:1 down against Cottbus and needed at least a draw to win the title. This was the goal to make it 1:1. They went on and won 2:1 and the title over Schalke 04. from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner