Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 19. maí 2020 12:37
Magnús Már Einarsson
Grótta vonast eftir að fá Ástbjörn
Ástbjörn í leik með Gróttu í fyrra.
Ástbjörn í leik með Gróttu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta vonast til að fá bakvörðinn Ástbjörn Þórðarson á láni frá KR fyrir tímabilið í Pepsi Max-deildinni.

Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var gestur í Niðurtalningunni á Fótbolta.net í dag og þar greindi hann frá þessu.

Ástbjörn var á láni hjá Gróttu síðari hlutann á síðasta tímabili en hann hjálpaði liðinu að vinna Inkasso-deildina.

„Ég er búinn að spyrja mikið um hann í gegnum veturinn. Hann er spennandi leikmaður sem hentar Gróttu liðinu gríðarlega vel sem karakter og týpa. Það væri frábært að fá Ástbjörn til okkar," sagði Ágúst í Niðurtalningunni.

Grótta fékk í gær Karl Friðleif Gunnarsson á láni frá Breiðabliki en fyrr í vetur kom sóknarmaðurinn Ágúst Freyr Hallsson til félagsins á láni frá ÍR.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ágúst í Niðurtalningunni.
Niðurtalningin - Gústi og Gróttusumarið
Athugasemdir
banner
banner