Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. maí 2020 14:43
Elvar Geir Magnússon
Gústi spáir því að Breiðablik verði Íslandsmeistari - „Eru með besta þjálfarann"
Verða Blikar Íslandsmeistarar?
Verða Blikar Íslandsmeistarar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason spáir því að hans fyrrum félag standi uppi sem Íslandsmeistari í Pepsi Max-deild karla í sumar. Ágúst þjálfaði Breiðablik síðustu tvö tímabil en var sagt upp störfum eftir síðasta sumar.

Hann er nú þjálfari Gróttu en í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar fer liðið einmitt á Kópavogsvöll og leikur gegn Blikum, 14. júní.

„Blikar eru best mannaðir. Þeir hafa marga unga leikmenn en líka eldri, þetta er frábær blanda. Þeir eru með besta þjálfarann á landinu og þetta ætti ekki að geta klikkað að mínu viti," segir Ágúst í hlaðvarpsþættinum Niðurtalningin.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Blikum. Er hann besti þjálfari landsins?

„Er það ekki? Jú hann er besti þjálfari landsins samkvæmt 2019. Hann gerði frábæra hluti með Gróttu og það verður ekki tekið af honum. Hann var kosinn besti þjálfarinn og með þetta lið í höndunum þá er það mín sannfæring að þeir muni standa uppi sem Íslandsmeistarar. Enda þekki ég allt í Kópavoginum, bæði leikmenn og metnaðinn þar," segir Ágúst.
Niðurtalningin - Gústi og Gróttusumarið
Athugasemdir
banner
banner
banner