Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. maí 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Havertz þarf að vanda valið
Kai Havertz í viðtali.
Kai Havertz í viðtali.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn tvítugi Kai Havertz skoraði tvö mörk fyrir Bayer Leverkusen þegar liðið vann 4-2 útisigur gegn Werder Bremen í gær.

Þessi spennandi leikmaður hefur verið orðaður við Liverpool, Bayern München og fleiri stór félög.

Jens Nowotny, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, segir að gríðarlega mikilvægt sé fyrir Havertz að vanda valið þegar hann tekur næsta skref.

„Hann er á barmi þess að verða heimsklassa leikmaður. Hann er með gríðarlega hæfileika," segir Nowotny sem segir að hann þurfi að vera hjá félagi þar sem hann er í stóru hlutverki og í umhverfi til að bæta sig.

„Annað ár hjá Leverkusen myndi ekki skaða neitt. Fyrir hans þróun sem leikmaður og persónuleiki þá yrði það gott fyrir hann að vera í umhverfi þar sem honum líður vel. Hann finnur það umhverfi hjá sínu félagi."

„Til að ná fram því besta er næsta skref gríðarlega mikilvægt. Hann þarf að spyrja sjálfan sig spurninga: Eru félög þar sem hann getur bætt sig?"
Athugasemdir
banner