Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lonergan: 4 hjá Liverpool sem mæta fyrstir og hætta ekki að æfa
James Milner og Mo Salah ásamt Jurgen Klopp.
James Milner og Mo Salah ásamt Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Andy Lonergan, varamarkvörður Liverpool, hefur nafngreint þá fjóra leikmenn sem mæta ávallt fyrstir í ræktarsalinn á Melwood æfingasvæðinu. Lonergan segir þá ekki geta hætt að æfa.

Lonergan er þriðji eða fjórði markvörður félagsins en ljóst er að Alisson Becker og Adrian eru á undan honum í goggunarröðinni og spurning með Caoimhin Kelleher.

Samningur Lonergan rennur út í sumar en hann fékk í vetur tækifæri sem hann mun seint gleyma, að æfa með einu allra besta félagsliði heims. Hann var í viðtali í hlaðvarpi hjá Bolton á dögunum og opinberaði þar hverjir mæta alltaf fyrstir á æfingar hjá Liverpool.

„Ef þú mættir í ræktina fyrir æfingu þá voru það fjórir leikmenn sem þú mættir. James Milner, Adam Lallana, Sadio Mane og Mo Salah voru alltaf mættir."

„Þetta eru bestur leikmennirnir og þeir hætta aldrei. Það eru sumir hlutir sem fólk sér ekki og það er það sem gerist á æfingasvæðinu. Þessir leikmenn eru stanslaust að, þeir hætta aldrei."

„Uppáhaldsleikmaðurinn minn, til að horfa á, er örugglega Sadio (Mane) eða Roberto Firimino,"
sagði Lonergan en hann gat ekki gert upp á milli hver væri sá besti á æfingu.

„Það hvernig Sadio fer framhjá andstæðingum, hann er sparkaður niður í hverjum leik en hann stendur alltaf upp og heldur áfram, eins og hann sé gerður úr gúmmí."

„Svo erum við með Firmino sem lætur allt líta svo auðvelt út. Það er hægt að segja það sama um Alisson og Virgil van Dijk, þetta lítur út fyrir að vera auðvelt fyrir þá."

Athugasemdir
banner
banner
banner