Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. maí 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Raiola: Haaland hefði verið settur í U23 liðið hjá Juve
Mynd: Getty Images
Umboðsmaðurinn Mino Raiola segir frá því að skjólstæðingur hans, norska undrið Erling Braut Haaland, hafi ekki gengið í raðir Juventus í janúar vegna þess að félagið hefði sett hann í U23 ára lið félagsins í stað aðalliðsins.

Í janúar hafði Juventus mikinn áhuga á hinum 19 ára Haaland en hann endaði á að skrifa undir hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur skorað 13 mörk í 12 leikjum fyrir þá svört-gulu.

Haaland hefur samtals skorað 41 mark í 34 leikjum með RB Salzburg og Dortmund á tímabilinu. Raiola segir að Haaland hafi endað í Dortmund í stað Juve vegna spiltímans.

„Þú spyrð hvers vegna hann fór ekki til Juventus? Þeir hefðu sett hann í U23 ára liðið. Hann hefði ekki viljað spilað með því liði," sagði Raiola við La Repubblica í gær.

Hjá Juventus hefði Haaland þurft að berjast við Gonzalo Higuain og Paulo Dybala um byrjunarliðssæti en hjá Dortmund var honum lofað miklum spiltíma.
Athugasemdir
banner
banner