Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. maí 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Uwe Rösler: Gengið hingað til en erum enn á þunnum ís
Uwe Rösler.
Uwe Rösler.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Uwe Rösler er stjóri Fortuna Dusseldorf. Hann var ráðinn þangað í janúar og er liðið í fallbaráttu í þýsku Bundesliga.

„Þetta er ekki venjulegt. Á öllum þessum árum í fótboltanum hef ég aldrei upplifað neitt þessu líkt, öll þessi próf, ein vika í sóttkví á hóteli og nýjar aðferðir í samskiptum til að auka öryggið til að tímabilið geti haldið áfram," sagði Rösler í viðtali við Daily Mail eftir 0-0 jafntefli gegn botnliði Paderborn um helgina.

Paderborn er í botnsæti deildarinnar og Fortuna er í þriðja neðsta sæti, fimm stigum fyrir ofan Werder Bremen.

„Við höfum ekki tekið neina æfingaleiki og með það til hliðsjónar þá er ég sáttur með leikin á laugardag. Sem betur fer erum við með frekar góða aðstöðu svo fyrir leikinn var hægt að fylgja öllum reglum."

„Leikmenn hituðu upp með grímur en tóku þær svo af þegar leikurijn hófst. Eftir leik settu leikmenn á sig grímu á ný."

„Þegar allt er tekið saman, allar breytingarnar, þá var gott að sjá að við erum samkeppnishæfir. Það eru átta leikir og þeir eru allir stórleikir. Þetta er tækifæri fyrir þýska knattspyrnu, sviðið er okkar og ég sagði það við leikmennina mína. Það er aldrei að vita hvað kemur úr þessu. Ég fékk mörg skilaboð frá Englandi fyrir og eftir leikinn."

„Ég get sagt að þetta hefur gengið upp í Þýskalandi. Ég veit ekki hvort þetta mun ganga upp annars staðar þar sem önnur menning ríkir. Við eigum ekki að segja öllum heiminum hvernig eigi að gera hlutina. Þetta hefur gengið hingað til en við erum enn á þunnum ís."


Bundesliga fór af stað á ný í gær eftir tveggja mánaða hlé vegna heimsfaraldursins. Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan. Viðtalið við Rösler má lesa hér í heild sinni.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner