þri 19. maí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Vilja hafa bikaraafhendingu fyrir Liverpool
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin vill að Liverpool fái sérstaka bikaraafhendingu ef að liðið vinnur ensku úrvalsdeildina. Slíkt verður þó einungis gert ef aðstæður leyfa vegna kórónaveirunnar.

Eftir langt hlé hófu lið í ensku úrvalsdeildinni æfingar á ný í litlum hópum í dag.

Stefnt er á að hefja tímabilið á nýjan leik eftir mánuð en Liverpool er með 25 stiga forskot á toppnum og þarf einungis tvo sigra í viðbót til að tryggja titilinn.

Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur staðfest að stefnt sé á bikarafhendingu þegar tímabilið klárast.

„Þú vilt að leikmenn og starfsfólk fái að upplifa augnablikið sem þau hafa lagt hart að sér til að upplifa. Við munum reyna, nema það sé ekki mögulegt af öryggisástæðum," sagði Masters.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner