Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 19. maí 2020 16:10
Elvar Geir Magnússon
Willy Caballero framlengir við Chelsea
Willy Caballero.
Willy Caballero.
Mynd: Getty Images
Argentínski markvörðurinn Willy Caballero hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Chelsea.

Búist var við því að þessi 38 ára leikmaður myndi yfirgefa Chelsea í sumar en hann hefur nú ákveðið að taka eitt tímabil í viðbót með liðinu.

Caballero lék níu leiki á þessu tímabili áður en því var frestað vegna kórónaveirufaraldursins.

Fimm af þeim leikjum voru í febrúar eftir að Kepa Arrizabalaga missti stöðu sína sem aðalmarkvörður tímabundið.

Caballero er feykivinsæll í klefanum hjá Chelsea og fetar nú í fótspor franska sóknarmannsins Olivier Giroud sem ákvað að framlengja sinn samning um ár í viðbót.

Óvissa ríkir um hvað Willian og Pedro gera en þeir samningar renna út í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner