Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 19. maí 2021 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Á ég að trúa því að KSÍ hafi gefið grænt á þetta?"
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttir bárust í morgun að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari og yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, hafi verið í viðræðum um aðalþjálfarastarfið hjá OB í Danmörku.

Framundan er fréttamannafundur hjá íslenska landsliðinu og ljóst að Arnar mun fá spurningar um þetta mál. Fundurinn átti að fara fram í dag en hefur verið frestað vegna óvissu um hvernig leikmannahópurinn verður samansettur í komandi landsliðsverkefni.

Sport Fyn segir að Arnar hafi komið til greina í starfið og mögulegt hefði verið að hann myndi taka við liðinu samhliða því að stýra landsliðinu. OB er búið að ganga frá samningi við Andreas Alm um að taka við þjálfun liðsins svo ljóst er að Arnar mun ekki taka við starfinu.

Guðmundur Benediktsson, fyrrum landsliðsmaður og stjórnandi Pepsi Max stúkunnar á Stöð 2 Sport, setti inn færslu á Twitter eftir tíðindin í morgun. Það má lesa þannig í línurnar að Gumma finnst það skrítið ef KSÍ gaf Arnari grænt ljós á að funda með OB.

„Landsliðsþjálfari Íslands, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og í viðræðum við OB í Danmörku um að þjálfa liðið? Á ég að trúa því að KSÍ hafi gefið (grænt ljós) á þetta?" skrifaði Gummi.




Athugasemdir
banner
banner