Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. maí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Benzema: Stoltur að fá kallið
Karim Benzema fer með Frökkum á EM
Karim Benzema fer með Frökkum á EM
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Karim Benzema er hæstánægður með að vera mættur aftur í franska landsliðið eftir sex ára fjarveru en hann þakkar Didier Deschamps, þjálfara liðsins, traustið.

Benzema er í 26-manna hópnum fyrir Evrópumótið í sumar eftir að hafa spilað afar vel með Madrídingum á þessu tímabili.

Deschamps átti gott spjall með Benzema áður en hann tók ákvörðun.

Noel Le Groet, forseti franska knattspyrnusambandsins, var búinn að útiloka það að Benzema myndi spila aftur fyrir landsliðið og Deschamps tók undir þau orð en allir aðilar virðast hafa náð sáttum eftir stóra Benzema-Valbuena málið sem kom upp árið 2015.

Því máli er þó ekki enn lokið en það fer fyrir dómstóla síðar á þessu ári og hefur Benzema neitað allri sök en hann átti að hafa hjálpað við að kúga peninga úr Valbuena vegna kynlífsmyndbands.

„Ég er svo stoltur að snúa aftur í franska landsliðið og þakklátur fyrir traustið. Ég vil þakka fjölskyldu, vinum, félaginu mínu og ykkur og öllum sem hafa alltaf stutt mig og gefið mér styrk á hverjum degi," sagði Benzema.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner