Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 19. maí 2021 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Barcelona boðar miklar breytingar
Joan Laporta
Joan Laporta
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, boðar miklar breytingar innan félagsins en ferlið fer af stað í næstu viku.

Barcelona vann spænska konungsbikarinn á þessu tímabili en datt út úr Meistaradeildinni í 16-liða úrslitum og er nú úr baráttunni um spænska deildarititilinn.

Laporta er ekki ánægður með árangurinn og segir breytingar í vændum en hann mun tjá sig frekar um það í næstu viku.

„Ég sagði að ég myndi meta hlutina í lok tímabilsins og þetta myndi allt fara eftir úrslitum og frammistöðu. Við unnum spænska konungsbikarinn og erum stoltir af því en við duttum snemma út í Meistaradeildinni og töpuðum deildinni á einhvern ótrúlegan hátt," sagði Laporta.

„Frá mínu sjónarhornið þá þarf að taka margar ákvarðanir og sú vinna hefst í næstu viku. Við munum tjá okkur um það þá en við þurfum að leggja hart að okkur og hafa samkeppnishæft lið í Meistaradeildinni og í spænsku deildinni."

„Þegar ég segi að þessari lotu fer að ljúka þá er það af því ég tel það nauðsynlegt,"
sagði Laporta í lokin.

Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, á eitt ár eftir af samningnum hjá félaginu en hann gæti misst starfið í sumar. Xavi, fyrrum leikmaður liðsins og þjálfari Al Sadd, gæti tekið við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner