Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. maí 2021 09:40
Elvar Geir Magnússon
Guardiola kallar eftir bætingu fyrir úrslitaleikinn
Pep Guardiola, stjóri City.
Pep Guardiola, stjóri City.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola segir að það verði að vera bæting hjá Manchester City fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Brighton vann endurkomusigur gegn tíu leikmönnum City í gær.

Sjá einnig:
Cancelo skúrkurinn er Brighton vann Englandsmeistarana

„Það er nægilega erfitt að spila ellefu gegn ellefu á móti Brighton, hvað þá tíu gegn ellefu. Það verður að vera bæting hjá liðinu fyrir úrslitaleikinn," segir Guardiola.

Manchester City mætir Chelsea í úrslitaleik á Drekavöllum í Portúgal eftir tíu daga.

„Eftir að við komumst í 2-0 þá fengum við á okkur mark svo fljótt eftir það. Þeir settu mikla pressu og við urðum þreyttir. Því miður þá tapaðist leikurinn."

„Á sunnudag erum við að að fara að lyfta úrvalsdeildarbikarnum. Eftir það er komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem við mætum verulega erfiðum andstæðingum."

Ilkay Gundogan meiddist í seinni hálfleik í leiknum í gær en Guardiola segir að læknar félagsins séu bjartsýnir. Miðjumaðurinn hafi fengið högg og var tekinn af velli til öryggis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner