Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 19. maí 2021 11:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hummels og Muller í þýska hópnum - Draxler ekki valinn
Muller
Muller
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsþjálfarinn Joachim Löw tilkynnti í dag 26 manna landsliðshóp fyrir EM í sumar.

Í hópnum eru þeir Thomas Muller og Mats Hummels sem ekki höfðu verið valdnir frá því á HM árið 2018. Þá má sjá nafn ungstirnisins Jamal Musiala sem ákvað í vetur að velja að spila fyrir Þýskaland fram yfir England.

Jerome Boateng er ekki í hópnum, Marc-André ter Stefen er ekki með vegna meiðsla og Marco Reus gaf ekki kost á sér. Julian Draxler, Thilo Kehrer, Jonathan Tah og Julian Brandt fengu ekki kallið að þessu sinni frá Löw.

Markverðir: Manuel Neuer, Bernd Leno, Kevin Trapp

Varnarmenn: Robin Koch, Antonio Rüdiger, Marcel Halstenberg, Lukas Klostermann, Christian Günter, Mats Hummels, Robin Gosens, Matthias Ginter, Niklas Süle

Miðjumenn: Joshua Kimmich, Leon Goretzka, Kai Havertz, Thomas Müller, Toni Kroos, Jamal Musiala, Emre Can, Jonas Hofmann, Florian Neuhaus, Ilkay Gündogan, Leroy Sane

Sóknarmenn: Kevin Volland, Timo Werner, Serge Gnabry
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner