Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 19. maí 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli sáttur með Dino: Óskaði þess ekki að fá tækifæri svona
Dino Hodzic
Dino Hodzic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson, aðalamarkvörður og fyrirliði ÍA, sleit hásin í leik gegn FH í síðustu viku. Dino Hodzic, sem gekk í raðir Skagamanna árið 2019, varði mark liðsins gegn Stjörnunni á mánudag og hélt hreinu.

„Það eru allir virkilega svekktir að við séum búnir að missa Árna og maður er svekktur fyrir hans hönd að lenda í þessum meiðslum. Hann verður lengi frá en ég veit að hann er sterkur karakter og hann mun komast í gegnum þetta," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í viðtali eftir leikinn gegn Stjörnunni.

„Við vorum með Dino sem varamarkmann og við vissum að hann yrði klár að stíga inn í ef kallið kæmi. Ég veit alveg að Dino óskaði þess ekki að fá tækifæri svona en því miður þá kom það bara svona og Dino skilaði mjög góðu dagsverki í dag."

Dino er hávaxinn markvörður og að mörgu leyti öðruvísi leikmaður en Árni Snær. Þurfti Jói Kalli að breyta því hvernig hann lagði upp leikinn?

„Jú, það sást kannski aðeins að við þurftum að aðlaga okkur í uppspilinu, að því sem snýr að löngu spyrnunum hjá Árna og annað. Það eru svolitlir contrastar í þessum tveimur markmönnum og það breytir því aðeins hvernig við leggjum okkar leik upp."

„Við erum með vel spilandi menn, við getum alveg sparkað langt og spilað út frá marki. Við erum ánægðir hvernig Dino kom inn í þetta. Við munum halda áfram að þróa okkar leik,"
sagði Jói Kalli.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. ÍA mætir HK í næsta leik á föstudag.
Jói Kalli: Virkilega vel varið hjá Halla
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner