Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. maí 2021 09:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lampard sá fimmti inn í frægðarhöllina
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var í morgun fjórði leikmaðurinn til að vera vígður inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar. Áður höfðu þeir Alan Shearer, Thierry Henry, Roy Keane og Eric Cantona verið vígðir inn.

Lampard er markahæsti leikmaður í sögu Chelsea og vann þrjá deildartitla á sínum leikmannaferli á Brúnni.

Lampard skoraði 177 mörk í 609 úrvalsdeildarleikjum fyrir Chelsea, West Ham og Manchester City.

Þessi fyrrum enski landsliðsmaður var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2004/5 þegar Chelsea vann titilinn.

Lampard lék með New York City eftir feril sinn á Englandi og tók svo við stjórnartaumunum hjá Derby County. Í kjölfarið fékk hann stjórastarfið hjá Chelsea en var rekinn snemma á þessu ári. Hann hefur nú verið orðaður við starfið hjá Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner