Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. maí 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistari með Young Boys og nú tekinn við Leverkusen
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen tilkynnti í dag að félagið væri búið að velja nýjan aðalþjálfara. Peter Bosz var rekinn frá Leverkusen þegar liðið var í sjötta sæti í deildinni í mars. Ljóst er að Leverkusen endar í sjötta sætinu.

Hannes Wolf stýrði liðinu tímabundið út leiktíðina en núna er Gerardo Seoane tekinn við.

Seoane kemur til Leverkusen eftir að hafa stýrt Young Boys til sigurs í svissnesku deildinni.

Hann er 42 ára gamall Svisslendingur og lék á sínum ferli með Luzern, Sion, Deportivo La Coruna B, Bellinzona, Aarau og Grasshoppers og lagði svo skóna árið 2010 eftir fjögur ár með Luzern. Hann lék á sínum tíma átján landsleiki og skoraði þrjú mörk.

Hann stýrði Luzern árið 2013 til bráðabirgða og tók við sem aðalþjálfari árið 2018, seinna árið 2018 kom svo kallið frá Young Boys. Þar vann hann titilinn þrisvar í röð og í vetur með miklum yfirburðum.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner