Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. maí 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Scott Parker um markið: Ég skil þetta ekki
Scott Parker var ekki sáttur með markið
Scott Parker var ekki sáttur með markið
Mynd: Getty Images
Scott Parker, knattspyrnustjóri Fulham, á afar erfitt með að skilja hvernig mark Edinson Cavani í gær hafi ekki verið dæmt af vegna rangstöðu.

Cavani skoraði stórbrotið mark á 15. mínútu en hann fékk boltann rétt við miðjuna áður en hann lagði boltann fyrir sig og vippaði yfir Alphonse Areola í markinu af 40 metra færi.

Aðdragandi marksins var þó vafasamur. David De Gea átti sendingu fram völlinn og fór boltinn að Bruno Fernandes sem reyndi að koma boltanum á Cavani en hann hitti ekki boltann. Þegar De Gea sendi boltann fram völlinn þá var Cavani vel fyrir innan og hefði því með réttu átt að dæma rangstöðu.

VAR dæmdi þetta sem svo að Fernandes hafi snert boltann í uppbyggingu sóknarinnar en Parker á erfitt með að skilja hvernig markið fékk að standa.

„Ég skil ekki hvernig þetta er ekki rangstaða. Fjórði dómarinn sagði að ef Fernandes snerti ekki boltann þá er Cavani tæplega fimm metrum fyrir innan. Ég er búinn að horfa á endursýninguna og ég get skilið þetta ef við erum ekki með VAR og að mannleg mistök eiga það til að gerast en þegar þú ert með tæknina til að hægja á endursýningunni og skoða öll sjónarhorn þá er augljóslega hægt að sjá að hann snerti ekki boltann," sagði Parker.
Athugasemdir
banner
banner
banner