Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. maí 2021 10:32
Elvar Geir Magnússon
Viðar reynir að láta sambandsslit ekki hafa áhrif á fótboltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu í 1-2 tapi Valerenga gegn Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni.

Í VG er fjallað um að Viðar hafi verið að glíma við vandamál í einkalífinu.

Í viðtali við fjölmiðilinn staðfestir Viðar að hann og barnsmóðir hans, Thelma Rán Óttarsdóttir, hafi slitið sambandi sínu. Hann vildi þó ekki tala nánar um sitt einkalíf en saman eiga þau fimm ára son.

„Það hafa verið vandamál og það hjálpar ekki. Þetta er persónulegt og ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif á fótboltann. Ég kemst í gegnum þetta en þetta hjálpar ekki," segir Viðar.

Viðar fór rólega af stað í fyrstu tveimur umferðum norsku deildarinnar en skoraði í þriðju umferðinni. Valerenga er með fjögur stig að loknum þremur umferðum.
Athugasemdir
banner
banner