Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. maí 2022 17:55
Brynjar Ingi Erluson
Pogba hafnaði Man City - Óttaðist viðbrögð stuðningsmanna
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba náði samkomulagi við Manchester City á dögunum en ákvað að hafna því að ganga til liðs við félagið en þetta kemur fram í The Times.

Pogba, sem er 29 ára, verður samningslaus í sumar og er það ekki í myndinni að framlengja samning sinn við Manchester United.

Juventus og Paris Saint-Germain eru sögð ofarlega á lista yfir þau félög sem hafa áhuga á því að fá hann en á dögunum kom annað lið inn í myndina.

Manchester City sýndi því mikinn áhuga á að fá Pogba og náði leikmaðurinn meira að segja samkomulagi um kaup og kjör við félagið en hann hætti við að fara þangað.

Samkvæmt Times þá óttaðist Pogba viðbrögð stuðningsmanna Manchester United og ákvað því að hætta við að fara á Etihad en mikill rígur er á milli félagana.

Juventus og PSG eru nú sögð leiða kapphlaupið um hann en þetta verður í annað sinn sem hann fer á frjálsri sölu frá United. Hann fór frítt til Juventus árið 2012 áður en United keypti hann aftur fjórum árum síðar fyrir 89,2 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner