Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. júní 2018 11:15
Magnús Már Einarsson
Argentína breytir líklega um leikkerfi gegn Króatíu
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Olé
Argentínskir fjölmiðlar telja líklegt að Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari, breyti um leikkerfi fyrir leikinn gegn Króatíu á fimmtudaginn.

Argentína spilaði 4-2-3-1 í jafnteflinu gegn Íslandi en allt bendir til þess að liðið spili 3-5-2 gegn Króatíu.

Hér til hliðar má sjá hvernig argentínska blaðið Olé spáir því að Argentína stilli upp á fimmtudaginn.

Marcos Rojo, Lucas Biglia og Angel Di Maria detta allir úr liðinu frá því í leiknum gegn Íslandi miðað við þessa uppstillingu. Biglia var tekinn snemma út af gegn Íslandi og Di Maria átti einnig erfiðan dag.

Inn koma þeir Gabriel Mercado, Marcos Acuna og Cristian Pavon. Pavon kom inn á sem varamaður gegn Íslandi en Mercado og Acuna voru ónotaðir varamenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner