Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. júní 2018 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Badelj um Kalinic: Þarf að leggja egóið til hliðar
Króatar lögðu Nígeríu í fyrstu umferð. Næst er leikur gegn Argentínu.
Króatar lögðu Nígeríu í fyrstu umferð. Næst er leikur gegn Argentínu.
Mynd: Getty Images
Milan Badelj, miðjumaður Króatíu og Fiorentina, segist vera sammála ákvörðuninni um að senda Nikola Kalinic heim af Heimsmeistaramótinu.

Kalinic er sóknarmaður Króatíu sem neitaði að koma inná í 2-0 sigri á Nígeríu vegna bakverkja. Landlsiðsþjálfari Króatíu ákvað að senda hann heim í kjölfarið.

Orðrómar eru uppi um að Kalinic hafi verið fúll með að vera ekki í byrjunarliðinu og það hafi ráðið ákvörðuninni um að koma ekki inná á lokamínútunum.

„Þetta hafði engin áhrif á okkur, við erum partur af liðsheild. Það sem skiptir mestu máli er liðsheildin. Þegar þú ert með landsliðinu þá þarftu að leggja egóið til hliðar," sagði Badelj við fréttamenn.

„Það sem skiptir öllu er að hópurinn er samheldinn og það er gott andrúmsloft í klefanum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner