Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. júní 2018 09:26
Magnús Már Einarsson
Kári Árna að semja í Tyrklandi?
Icelandair
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkneska félagið BB Erzurumspor hefur mikinn áhuga á að fá íslenska landsliðsmanninn Kára Árnason í sínar raðir samkvæmt frétt Sabah.com.

Þar segir að Kári muni skrifa undir hjá félaginu eftir HM í Rússlandi.

Hinn 35 ára gamli Kári samdi við uppeldisfélag sitt Víking í vor eftir fjórtán ár í atvinnumennsku erlendis. Nú gæti hann verið á leið til Tyrklands samkvæmt fréttum þar í landi.

BB Erzurumspor vann sér sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni í vor en liðið vann Gaziantep í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik í umspili.

Kári sagði fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag að ekki sé útilokað að hann fari aftur út í atvinnumennsku.

„Þetta er eitthvað sem ég ákvað fyrir mót," sagði Kári í dag um þá ákvörðun sína að semja við Víking.

„Engu að síður erum við Víkingarnir í góðu samstarfi og það er hægt að skoða það ef það kemur eitthvað erlent lið hvort maður geti tekið one last round. Við Víkingarnir tökum á því eins og það kemur."

Hér að neðan má sjá viðtalið við Kára í dag. Það var tekið áður en fréttirnar frá Tyrklandi komu.
Kári: Lygilegt hvað hann nær miklum krafti í þetta skot
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner