Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 19. júní 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Kári: Getum gert töluvert betur í föstum leikatriðum
Icelandair
Kári í loftinu gegn Argentínu.
Kári í loftinu gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir að liðið geti gert betur í föstum leikatriðum heldur en gegn Argentínu í síðasta leik.

Íslenska landsliðið hefur skorað mikið eftir föst leikatriði í gegnum tíðina en þar hefur Kári verið í lykilhlutverki.

Ísland mætir Nígeríu á föstudag en síðarnefnda liðið fékk tvö mörk á sig eftir hornspyrnur gegn Króatíu í fyrsta leik í riðlinum. Nígeríumenn hafa verið í basli með að verjast föstum leikatriðum að undanförnu.

„Ég efast ekki um að þeir reyni að kippa því í liðinn eftir að hafa fengið á sig tvö mörk á móti Króatíu," sagði Kári.

„Ég efast um að það verði opið en engu að síður erum við góðir í föstum leikatriðum og ættum að nýta okkur þau," bætti Kári við en hann var ekki ánægður með föstu leikatriðin gegn Argentínu.

„Þau gengu ekki alveg nógu vel. Við getum gert töluvert betur en þetta."

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kára í heild.
Kári: Lygilegt hvað hann nær miklum krafti í þetta skot
Athugasemdir
banner
banner