Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 19. júní 2018 08:31
Magnús Már Einarsson
Kári: Lygilegt hvað hann nær miklum krafti í þetta skot
Icelandair
Kári í baráttu við Javier Mascherano í leiknum á laugardaginn.
Kári í baráttu við Javier Mascherano í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fengum frí í gær og það var rólegt daginn eftir leik þannig að ég held að við séum allir að koma til," sagði Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins fyrir æfingu í dag. Leikmenn æfa á ný í dag eftir frí í gær.

„Það er mjög mikilvægt að fá frídag í svona endurheimt. Það er mikið álag og mikið stress og það er frábært að við höfum tíma í það. Ég er ekki viss um að það verði fyrir Króatíu en það er frábært að jafna sig áður en við byrjum á fullu í undirbúning fyrir næsta leik."

Frábært finish hjá Aguero
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á laugardag en Kári og varnarmenn Íslands léku vel og lokuðu á hættulega sóknarlínu Argentínumanna. Sergio Aguero skoraði eina mark Argentínu í leiknum.

„Þeir skora eitt mark og við viljum það aldrei. Það er engu að síður frábært finish hjá honum. Það er lygilegt hvað hann nær miklum krafti í þetta skot. Af því undanskildu var þetta nokkuð gott. Þeir sköpuðu fá færi og við sköpuðum í rauninni betri færi en þeir. Þeir áttu nokkur skotfæri fyrir utan teig en það var ekkert of hættulegt. Heilt yfir var ég nokkuð ánægður með þetta."

Allt öðruvísi gegn Nígeríu
Næsti leikur Íslands er gegn Nígeríu í Volgograd á laugardaginn.

„Það verður allt öðruvísi. Þeir eru líkamlega sterkari. Það er annað að eiga við þessa stráka heldur en hina. Það var svolítið eins og Messi ætti að stjórna öllu hjá Argentínu. Það var reynt að láta hann fá boltann sama hvaða stöðu hann var í."

„Það eru allir öskufljótir og sterkir hjá þeim og við þurfum að passa okkur á skyndisóknum með því að sækja ekki á of mörgum mönnum og gefa þannig færi á okkur."


Hitinn er Nígeríu í vil
Spáð er 31 stiga hita þegar leikurinn byrjar á föstudag. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það er þeim í vil. Það þýðir ekkert að pæla í utanaðkomandi aðstæðum. Við þurfum bara að takast á við það sem kemur," sagði Kári.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner