þri 19. júní 2018 08:01
Elvar Geir Magnússon
Gelendzhik
„Kúgast ef ég fæ flugur upp í mig"
Strákarnir okkar búnir undir flugurnar
Icelandair
Birkir í landsleiknum gegn Argentínu.
Birkir í landsleiknum gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Teymi íslenska landsliðsins vissi að moskítóflugufaraldur gæti orðið vandamál í Volgograd, þar sem Ísland og Nígería eigast við á föstudaginn.

Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, sagði við Fótbolta.net að menn væru vel búnir með skordýraeitur í spreyformi og þá væru sérstakur búnaður meðferðis til að fæla flugurnar frá herbergjum liðsins.

Moskítóflugur eru þekkt vandamál yfir sumartímann í Volgograd en flugurnar eru fyrr á ferðinni en venjulega þetta árið, líklega vegna þess hita sem hefur verið í borginni. Þá er Volgograd við stórfljótið Volgu og það ýtir undir vandamálið.

Flugurnar gerðu Englendingum lífið leitt og Harry Kane kvartaði yfir þeim eftir sigur Englands gegn Túnis.

„Ég hef smá áhyggjur af þessum flugum. Ég sá að einhverjir hefðu fengið þær upp í sig. Ef ég lendi í því þá byrja ég að kúgast! Ég vona að það verði minna um flugur allavega. Vonandi erum við með nóg af spreyi til að losna við að fá flugur í munn," segir landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson.


Athugasemdir
banner
banner