Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. júní 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þjálfari Kólumbíu segir að liðið muni koma til baka eftir tap
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Josh Pekerman, þjálfari Kólumbíu segir að tapið gegn Japan muni verða bitur minning en segir að frammistaða liðsins muni skila sigrum.

Miðjumaður Kólumbíu, Carlos Sanchez, var sendur af velli strax á þriðju mínútu eftir að hafa handleikið boltann. Sanchez fékk beint rautt spjald og vítaspyrna var dæmd sem Shinji Kagawa skoraði úr. Var þetta næst fljótasta rauða spjald í sögu heimsmeistaramótsins.

Pekerman var þrátt fyrir tapið sáttur með sína menn og segist geta tekið margt jákvætt úr leik dagsins.

Við bjuggumst við einhverju allt öðru. Við vorum að vonast til þess að byrja á sigri," sagði Pekerman.

Það jákvæða við þetta er að þú gast séð að liðið reis upp gegn mótlætinu og tókst að jafna metin, það voru mjög góð viðbrögð."

Ef við getum gert það sýnir það að við höfum það sem þarf til þess að halda áfram í næstu leikjum og sigra. Við getum bætt upp fyrir tapið í næstu tveimur leikjum."

Auk Kólumbíu og Japan eru Pólland og Senegal í H-riðli. Senegal sigraði Pólland fyrr í dag og erfitt er að rýna í hvaða lið munu fara upp úr þessum riðli. Kólumbía mætir einmitt Póllandi í hörkuleik næstkomandi sunnudag og þurfa bæði lið á sigri að halda, ætli þau sér upp úr riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner