Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. júní 2019 03:02
Elvar Geir Magnússon
Copa America: VAR tók þrjú mörk af Brössum
Dani Alves, fyrirliði Brasilíu.
Dani Alves, fyrirliði Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Brasilía náði ekki að vinna varnarsinnað lið Venesúela í A-riðli Copa America í nótt. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan þó gestgjafarnir náðu þrívegis að koma knettinum í netið.

VAR myndbandsdómgæslukerfið var í algjöru aðalhlutverki í leiknum en mörk voru tekin af Roberto Firmino, Gabriel Jesus og Philippe Coutinho því að nota VAR.

VAR hefur verið mjög áberandi í Copa America en gagnrýnt hefur verið hvað notkunin á kerfinu hefur tekið gríðarlega langan tíma hjá dómurunum. Níu mínútum var bætt við seinni hálfleikinn í leiknum vegna VAR.

Baulað var á brasilíska liðið þegar flautað var til leiksloka. Þó að liðið hafi einokað knöttinn í leiknum enduðu leikar 0-0.

Áður hafði Perú unnið Bólivíu í sama riðli, eftir að hafa lent undir í leiknum.

Brasilía mun mæta Perú í lokaumferð A-riðils á laugardagskvöld en bæði lið hafa 4 stig. Á sama tíma leika Venesúela (2 stig) og Bólivía (0 stig).

Brasilía 0 - 0 Venesúela

Bólivía 1 - 3 Perú
1-0 Marcelo Moreno ('28)
1-1 Jose Paolo Guerrero ('45)
1-2 Jefferson Farfan ('55)
1-3 Edison Flores ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner