Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. júní 2019 12:29
Elvar Geir Magnússon
Ef Stjarnan kemst áfram er einvígi gegn Espanyol
Espanyol í Garðabæinn?
Espanyol í Garðabæinn?
Mynd: Getty Images
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjú íslensk lið voru í pottinum þegar dregið var í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Bikarmeistarar Stjörnunnar leika gegn Levadia Tallinn sem endaði í öðru sæti eistnesku deildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Garðabænum 11. júlí. Þetta er annað árið í röð sem Stjarnan mætir liði frá Eistlandi. Í fyrra sló liðið út Nömme Kalju samtals 3-1.

Ef Stjarnan nær að leggja Levadia mun Garðabæjarliðið halda til Barcelona og mæta Espanyol, sem hafnaði í 7. sæti í spænsku La Liga, í næstu umferð.

KR mun leika gegn Molde en sigurliðið úr því einvígi mætir sigurvegaranum í viðureign Cukaricki frá Serbíu og Banants frá Armeníu.

Breiðablik leikur gegn Vaduz frá Liechten­stein í 1. umferð og mætir Zeta frá Svartfjallalandi eða Feherav frá Ungverjalandi ef liðinu tekst að komast í 2. umferð.


Athugasemdir
banner
banner