mið 19. júní 2019 17:00
Arnar Daði Arnarsson
Gaui Baldvins og Eyjó líklega með Stjörnunni á sunnudaginn
Guðjón fór meiddur af velli í leik gegn FH síðasta föstudag.
Guðjón fór meiddur af velli í leik gegn FH síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan tapaði gegn Breiðabliki í gær 3-1 á heimavelli í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Eftir að hafa komist yfir í upphafi seinni hálfleiks tóku Blikar öll völd á vellinum og settu þrjú mörk í andlitið á heimamönnum og þriðja tap Stjörnunnar í síðustu fimm leikjum staðreynd.

Stjarnan var án Eyjólfs Héðinssonar, Guðjóns Baldvinssonar og Þorra Geirs Rúnarssonar í leiknum. Eyjólfur og Guðjón fóru meiddir af velli í jafnteflinu gegn FH á föstudaginn í síðustu viku og þá hefur Þorri Geir ekki verið Stjörnunni í síðustu tveimur leikjum.

Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar vonast til að þeir verði orðnir leikfærir gegn Fylki í næstu umferð deildarinnar sem fram fer á sunnudaginn.

„Ég hreinlega veit ekki almennilega stöðuna á þeim. Ég held að þeir verði klárir á sunnudaginn. Vonandi koma þeir ferskir inn," sagði Rúnar í viðtali eftir tapið í gær.

Næstu leikir í Pepsi Max:

miðvikudagur 19. júní
19:15 KR-Valur (Meistaravellir)

laugardagur 22. júní
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
17:00 ÍA-HK (Norðurálsvöllurinn)

sunnudagur 23. júní
16:00 Valur-Grindavík (Origo völlurinn)
16:00 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
17:00 KA-Víkingur R. (Greifavöllurinn)
19:15 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
Rúnar Páll: Halli er okkar markmaður og við stöndum með honum
Athugasemdir
banner
banner