Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. júní 2019 11:26
Elvar Geir Magnússon
Guðmann verður í banni þegar FH mætir KR
Guðmann Þórisson.
Guðmann Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson í FH tekur út leikbann þegar Hafnarfjarðarliðið leikur gegn KR næsta sunnudagskvöld.

Aganefnd KSÍ kom saman í gær en Guðmann var dæmdur í bann vegna uppsafnaðra áminninga, hann er kominn með fjögur gul spjöld í Pepsi Max-deildinni.

Guðmann hefur leikið sjö af átta leikjum FH í Pepsi Max-deildinni það sem af er en liðið er sem stendur í sjötta sæti.

Á fundi aganefndarinnar var Guðjón Pétur Lýðsson einnig dæmdur í bann vegna uppsafnaðra áminninga. Hann leikur ekki með Breiðabliki þegar liðið mætir ÍBV á Kópavogsvelli á laugardag.

Þá verður Júlíus Magnússon, miðjumaður Víkings, í banni þegar Víkingar heimsækja KA á sunnudaginn. Júlíus fékk rautt spjald í uppbótartíma þegar Víkingur vann HK á dögunum. Júlíus fékk tvö gul í leiknum.

Næstu leikir í Pepsi Max:

miðvikudagur 19. júní
19:15 KR-Valur (Meistaravellir)

laugardagur 22. júní
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
17:00 ÍA-HK (Norðurálsvöllurinn)

sunnudagur 23. júní
16:00 Valur-Grindavík (Origo völlurinn)
16:00 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
17:00 KA-Víkingur R. (Greifavöllurinn)
19:15 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner