Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. júní 2019 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Fjölnir lagði Þrótt og fer á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 0 - 1 Fjölnir
0-1 Valdimar Ingi Jónsson ('59 )
Lestu nánar um leikinn

Fjölnismenn komust upp fyrir Þór í toppsæti Inkasso-deildarinnar með sigri á Þrótti í fyrsta leik áttundu umferðar í kvöld. Leikurinn fór fram á gervigrasinu í Laugardal, Eimskipsvellinum.

Staðan var markalaus að lokum frekar bragðdaufum fyrri hálfleik. Eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik skoraði Valdimar Ingi Jónsson fyrsta mark leiksins.

„Atli kastar boltanum út á hægri kantinn á Valdimar sem brunar upp og keyrir svo inn á völlinn áður en hann lætur vaða á markið og sá hitti boltann. Boltinn syngur í samskeytunum nær. Verðskulduð forysta," skrifaði Hilmar Jökull í textalýsingunni á Fótbolta.net þegar Valdimar skoraði.

Fjölnir náði að landa sigrinum, 1-0 lokatölur. Fjölnir er með 16 stig á toppi deildarinnar. Þróttur er í sjöunda sæti með 10 stig. Umferðin heldur áfram á morgun og klárast á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner