Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. júní 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Kyle Walker skrifar undir við City til 2024
Kevin De Bruyne og Kyle Walker.
Kevin De Bruyne og Kyle Walker.
Mynd: Getty Images
Kyle Walker hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City og er nú bundinn félaginu næstu fimm árin, til 2024.

Í kringum jólin missti Walker sæti sitt í liðinu en náði aftur að vinna Pep Guardiola á sitt band.

Walker lék lykilhluverk í þrennunni hjá City en liðið vann úrvalsdeildina, FA-bikarinn og deildabikarinn.

„Ég er í skýjunum með að hafa gert nýjan samning. Þetta var auðveld ákvörðun. Ég vil spila í fremstu röð og berjast um titla. Ég tel mig hafa bætt mig rosalega sem leikmaður hérna," segir Walker.

Walker er 29 ára en hann kom til City frá Tottenham fyrir 50 milljónir punda árið 2017. Hjá City hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina tvívegis, deildabikarinn og FA-bikarinn.


Athugasemdir
banner
banner