mið 19. júní 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Gazzetta 
Meira áhorf á kvennalandsliðið en karlalandsliðið á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Heimsmeistaramót kvenna er í fullum gangi í Frakklandi og hefur áhuginn á mótinu líklega aldrei verið meiri.

Ítalía tapaði 1-0 gegn Brasilíu í gær en vann samt sem áður sinn riðil, C-riðilinn, með sex stig.

Fjölmargir sjónvarpsáhorfendur í Ítalíu horfðu á leikinn gegn Brasilíu, en alls horfðu rúmlega 7,3 milljónir sjónvarpsáhorfenda á leikinn í gærkvöldi.

Þetta eru frábærar tölur ef til dæmis er miðað við ítölsku karlalandsliðin. Rúmlega 5,6 milljónir horfðu á U21 landslið karla gegn Spáni á Evrópumóti U21 landsliða og rúmlega 5,3 milljónir horfðu á ítalska A-landsliðið gegn Grikklandi fyrr í þessum mánuði.

Ljóst er að kvennaknattspyrna er í stórsókn um allan heim og afar jákvæð þróun að svo margir áhorfendur fylgist með heimsmeistaramótinu.

Sjá einnig:
Nýtt áhorfsmet á kvennaleik í Bretlandi
Athugasemdir
banner
banner
banner