Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. júní 2019 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Onana lærir af De Gea og Ederson
Mynd: Getty Images
Andre Onana, markvörður Ajax, á sér þann draum að verða einn af bestu markvörðum í heimi. Hann segist gera allt sem að í sínu valdi stendur til þess að sá draumur verði að veruleika.

Onana vakti athygli eins og aðrir leikmenn Ajax fyrir góða frammistöðu í Meistaradeildinni í vetur. Liðið fór alla leið í undanúrslit en tapaði þar fyrir Tottenham.

„Staða markvarðarins hefur verið að breytast síðustu ár og þá sérstaklega í Evrópu. Við erum farnir að sjá markmenn verða betri í löppunum og þeir eru notaðir meira í spilinu," segir Onana.

„Manuel Neuer, David de Gea, Ter Stegen og Ederson eru allt heimsklassa markverðir og ég reyni að fylgjast með þeim í leikjum svo ég geti lært af þeim."

Onana er nú staddur í Afríkukeppninni með sínu landsliði, Kamerún.

„Þetta verður mjög erfitt mót. Það er langt síðan að það voru svona mörg góð lið á mótinu," sagði markvörðurinn að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner