mið 19. júní 2019 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Mögnuð endurkoma KR gegn Val
KR 13 stigum á undan Val
Toppliðið fagnar marki í kvöld.
Toppliðið fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pablo skoraði virkilega gott mark.
Pablo skoraði virkilega gott mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn eru núna 13 stigum á eftir KR.
Valsmenn eru núna 13 stigum á eftir KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 3 - 2 Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('16 )
0-2 Ólafur Karl Finsen ('49 )
1-2 Pálmi Rafn Pálmason ('57 )
2-2 Alex Freyr Hilmarsson ('62 )
3-2 Pablo Oshan Punyed Dubon ('78 )
Lestu nánar um leikinn

Það var magnaður leikur í Pepsi Max-deildinni í kvöld. KR komst aftur á topp deildarinnar.

KR fékk Val í heimsókn í Reykjavíkurslag. Með sigri í kvöld gátu KR-ingar endurheimt toppsætið í deildinni. Breiðablik skaust á toppinn með 3-1 útisigri á Stjörnunni í gærkvöldi. Valur var hins vegar tíu stigum á eftir KR og því mikilvægt fyrir liðið að ná sigri.

Leikurinn byrjaði vel fyrir gestina í Val og komust þeir yfir þegar Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði eftir gott samspil á milli hans og Andra Adolphssonar.


Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleiknum, en í upphafi seinni hálfleiks komst Valur í 2-0 þegar Ólafur Karl Finsen skoraði eftir mistök hjá hinum unga Finni Tómasi. Þarna héldu einhverjir að Íslandsmeistararnir væru að vinna sinn annan leik í röð, í fyrsta sinn í sumar.

Tæpum tíu mínútum síðar minnkaði KR muninn þegar Pálmi Rafn Pálmason skoraði eftir hornspyrnu. Alex Freyr Hilmarsson jafnaði fyrir KR fimm mínútum síðar.

Meðbyrinn var allur með KR á þeim tímapunkti og var endurkoman fullkomnuð á 78. mínútu þegar Pablo Punyed skoraði algjörlega frábært mark beint úr aukaspyrnu. „Pablo Punyed. Sláin inn. Flóknara var það ekki," skrifaði Arnar Daði í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Valsmenn þjörmuðu aðeins að KR-ingum síðustu mínúturnar en ekki voru fleiri mörk skoruð. Lokatölur 3-2 fyrir KR. Magnaður leikur.

KR er á toppi deildarinnar og líta hrikalega vel út um þessar mundir. Þeir eru 13 stigum á undan Íslandsmeisturum Vals sem eru í níunda sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner