Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 19. júní 2019 10:24
Elvar Geir Magnússon
Scholes sektaður fyrir brot á veðmálareglum
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur verið dæmdur fyrir brot á veðmálareglum.

Hann þarf að borga 1,3 milljónir íslenskra króna (8 þúsund pund) í sekt.

„Ég vil biðjast afsökunar. Ég sýni þessum dómi fullan skilning. Ég gerði mistök en ég taldi að ég hefði ekki neina tengingu við þá leiki sem ég veðjaði á," segir Scholes.

Enska knattspyrnusambandið er með strangar reglur varðandi veðmál á fótboltaleiki sem ná til leikmanna, knattspyrnustjóra, umboðsmanna og fleiri aðila sem tengjast í leiknum.

Scholes er meðeigandi fótboltafélagsins Salford City ásamt vinum sínum sem gerðu garðinn frægan hjá Manchester United.

Hann er sakaður um 140 veðmál á fótboltaleiki yfir fjögurra ára tímabil, milli ágúst 2015 og janúar 2019.

Scholes var stjóri Oldham en entist aðeins 31 dag í starfi. Hann hefur starfað sem sparkspekingur í sjónvarpi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner