mið 19. júní 2019 09:00
Arnar Helgi Magnússon
Segir Van Dijk þurfa að gera enn betur
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk hefur verið stórkostlegur fyrir Liverpool síðan að hann kom til liðsins í janúar á síðasta ári.

Hann hefur gjörsamlega umbreytt varnarleik Liverpool og fékk liðið til að mynda fæst mörk á sig í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Hollenska knattspyrnu goðsögnin, Ruud Gullit, segir þó að van Dijk þurfi að gera betur ætli hann sér að vinna Gullknöttinn. Þá sérstaklega með landsliðinu.

„Hann hefur gert frábæra hluti síðan að hann kom til Liverpool. Hann var púslið sem að vantaði í þetta púsluspil, hann hefur algjörlega sannað það," segir Gullit.

„Hann þarf að stíga upp með landsliðinu og gera betur en hann hefur verið að gera. Ekki bara hann, það má líka taka De Ligt inn í þetta. Vörnin hefur verið að leka og liðið hefur fengið á sig mörg óþarfa mörk."

Fabio Cannavaro var síðasti varnarmaðurinn til þess að vinna Gullknöttinn árið 2006.

„Van Dijk á góðan möguleika á þessum verðlaunum en til þess að það gerist þarf hann að vera betri með landsliðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner