Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. júní 2019 12:02
Elvar Geir Magnússon
Telur best fyrir Man Utd að losa sig við Pogba
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Manchester United ætti að selja franska miðjumanninn Paul Pogba sem fyrst, sama þó það myndi þýði fjárhagslegt tap.

Þetta segir Paul Wilson, reynslumikill og virtur blaðamaður hjá Guardian. Hann telur að „sögunni endalausu" þurfi að ljúka varðandi Pogba.

„Við höfum þegar heyrt of mikið um vonir og þrá franska leikmannsins. Yfirmenn hans neita að horfast í augu við það að geta ekki boðið upp á þann styrkleikaflokk sem hann vill spila á," segir Wilson.

„Pogba hefur átt sínar stundir í United treyjunni en hefur ekki verið eins mikill lykilmaður og vonast var eftir. Hann mun því ekki skilja eftir sig of stórt skarð og það væri betra að selja hann í stað þess að láta eins og þetta samband eigi sér bjarta framtíð."

Wilson segir að þó félagið hafi borgað gríðarlega fjárhæðir fyrir Pogba á sínum tíma þó verði það að gera sér grein fyrir því að það verður erfitt að fá þann pening til baka.

„Pogba varð heimsmeistari með Frakklandi og það sýnir að hann hafi meira að gefa en United nær út úr honum. Hann er elítuleikmaður, það er enginn vafi um það. Hann á því heima hjá elítufélagi. Hvort Manchester United tilheyri þeim flokki er umdeilanlegt."
Athugasemdir
banner
banner