mið 19. júní 2019 09:48
Elvar Geir Magnússon
Tite: Hefði líka baulað ef ég hefði verið í stúkunni
Þjálfari Brasilíu.
Þjálfari Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Brasilía gerði markalaust jafntefli gegn Venesúela á Copa America í nótt.

VAR myndbandsdómgæslan var í aðalhlutverki í leik þar sem þrjú mörk voru dæmd af brasilíska liðinu.

Brasilía er enn á toppi A-riðils, með fjögur stig eins og Perú.

„VAR hafði rétt fyrir sér. Ég hef yfir engu að kvarta. Dómararnir tóku réttar ákvarðanir," sagði Tite, þjálfari Brasilíu

Keppnin fer fram í Brasilíu og var baulað á leikmenn liðsins í leikslok.

„Við þurfum að sýna stuðningsmönnum skilning. Þeir vilja fá mörk frá okkur. Ef ég hefði verið í stúkunni þá hefði ég líka baulað á okkur," sagði Tite.

Brasilía fékk líka baul í fyrsta leik sínum á mótinu en það var þegar staðan gegn Bólivíu var 0-0 í hálfleik. Brassarnir unnu þann leik svo 3-0.

Brasilía mun mæta Perú í lokaumferð A-riðils á laugardagskvöld en bæði lið hafa 4 stig. Á sama tíma leika Venesúela (2 stig) og Bólivía (0 stig).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner