Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. júní 2020 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins með þrennu
Ian Jeffs skoraði þrennu fyrir KFS.
Ian Jeffs skoraði þrennu fyrir KFS.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árborg vann 4-0 sigur.
Árborg vann 4-0 sigur.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Það voru þrír leikir spilaðir 4. deild karla í kvöld, en leikið var í A-riðli, B-riðli og D-riðlinum.

A-riðill
Í A-riðli skoraði Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV og A landsliðs kvenna þrennu fyrir KFS þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Vatnaliljum. Jeffs skoraði fimm mörk í þremur leikjum í 4. deild í fyrra og núna er hann búinn að skora þrjú mörk í einum leik. KFS vann leikinn örugglega 5-1 og er á toppnum í A-riðli þegar fyrstu umferð riðilsins er lokið.

KFS 5 - 1 Vatnaliljur
1-0 Ian Jeffs ('24)
2-0 Ian Jeffs ('51)
2-1 Bjarki Steinar Björnsson ('53)
3-1 Ian Jeffs ('60)
4-1 Daníel Már Sigmarsson ('71)
5-1 Daníel Már Sigmarsson ('82)

B-riðill
Í B-riðli skildu Álafoss og Stokkseyri jöfn. Eyþór Gunnarsson kom Stokkseyri yfir á 15. mínútu, en Patrik Elí Einarsson jafnaði á markamínútunni, 43. mínútu. Ekki urðu mörkin fleiri og var niðurstaðan jafntefli í þessum leik.

Álafoss 1 - 1 Stokkseyri
0-1 Eyþór Gunnarsson ('15)
1-1 Patrik Elí Einarsson ('43)

D-riðill
Árborg, sem kom mjög á óvart í Mjólkurbikarnum um síðustu helgi með því að slá út 2. deildarlið Njarðvík úr leik, vann að lokum þægilegan sigur á Herði frá Ísafirði. Það tók 43 mínútur að brjóta ísinn fyrir Árborg en þeir bættu svo við þremur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik og lokatölur 4-0. Árborg er talið eitt líklegasta liðið til að vinna þennan sterka riðil.

Árborg 4 - 0 Hörður Í
1-0 Magnús Hilmar Viktorsson ('43)
2-0 Sveinn Kristinn Símonarson ('61)
3-0 Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson ('77)
4-0 Aron Freyr Margeirsson ('85)
Athugasemdir
banner
banner