fös 19. júní 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sveinn Aron var ónotaður varamaður í sigri Spezia
Sveinn Aron var allan tímann á bekknum.
Sveinn Aron var allan tímann á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Aron Guðjohnsen kom ekki við sögu þegar Spezia vann 1-0 sigur á Empoli í ítölsku B-deildinni.

Ítalska B-deildin hefur verið í dvala frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins, en hún byrjaði að rúlla aftur í vikunni og í dag mætti Íslendingalið Spezia aftur til leiks.

Sveinn Aron byrjaði á bekknum en fékk ekki að koma inn á. Antonino Ragusa fékk að koma inn á og hann skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins á 72. mínútu.

Sveinn Aron, sem er 22 ára, er á sínu öðru tímabili hjá Spezia. Hann hefur á þessari leiktíð skorað tvö mörk í tíu deildarleikjum, en hann spilaði síðast í deildinni í janúar.

Spezia fer með þessum sigri í kvöld upp í fjórða sæti B-deildarinnar.

Þess má geta að í dag eru 20 ár síðan Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Sveins, gekk í raðir Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner