Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 19. júní 2020 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði talar um rosalegan liðsanda hjá Milwall
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef aldrei upplifað svona góðan liðsanda, nema kannski í íslenska landsliðinu," segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður og leikmaður Milwall í ensku Championship-deildinni.

Jón Daði er á sínu fyrsta tímabili hjá Milwall, en Championship-deildin hefur verið í pásu síðan í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Deildin á að byrja aftur á morgun og mætir Milwall þá Derby County á heimavelli. Milwall er sem stendur í áttunda sæti, tveimur stigum frá umspilinu.

Það verður spilað fyrir luktum dyrum og Jón Daði segist vanur því eftir leiki með íslenska landsliðinu.

„Ég spilaði gegn Króatíu án áhorfenda og gegn Úkraínu. Það er skrítin tilfinning því þú ert svo vanur því að áhorfendurna með eða gegn þér," sagði Jón Daði en hann telur að það verði sérstaklega sérstakt á heimavelli Milwall, The Den, þar sem stuðningurinn við liðið er býsna mikill.

„Við munum sakna stuðningsmannana, en við verðum að vera fagmenn og vera andlega tilbúnir."

Viðtalið við Jón Daða má sjá í heild sinni hér að neðan, en þar ræðir Selfyssingurinn meðal annars um það hvernig það hefur verið fyrir hann að æfa síðustu vikur í þessu skrítna ástandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner