Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 19. júní 2020 21:19
Daníel Smári Magnússon
Jónas Björgvin: Mig langar ekkert að hætta núna!
Lengjudeildin
Jónas var kampakátur í leikslok.
Jónas var kampakátur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bara geggjað sko. Ekkert flóknara að lýsa því, hvað getur maður beðið um meira?'' sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson eftir 2-1 sigur á Grindavík í dramatískum fyrsta leik Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Grindavík

„Ég held að þetta hafi verið að langmestu leyti frekar "solid", á köflum slitnuðum við of mikið síðustu 30 mínúturnar í fyrri hálfleik en eftir að ég kem inná þá fannst mér þetta mjög "solid". Þeir einhvernveginn ógna okkur ekki neitt. Hefði viljað halda meira í boltann, þá hefðum við hugsanlega skorað fleiri mörk,'' bætti Jónas við.

Mikið var talað um það fyrir mót að Jónas ætlaði hugsanlega að taka sér frí frá fótbolta, hann tjáði sig um það umtal og talaði um þankagang sinn.

„Já, það hvarflaði alveg að mér sko. Þetta var fyrsta heila æfingavikan mín í 10 mánuði. Búinn að vera í skóla, gera svolítið aðra hluti og fengið frelsi frá þjálfaranum til að gera það. Það var bara pínu erfitt að mótivera sig aftur í gang, en svo hlýðir maður bara Palla og mætir á æfingar og þá gerast góðir hlutir hægt.''

Líklega hefur sigurmark Þórs einungis styrkt hann í þeirri sannfæringu að hann tók rétta ákvörðun um að taka slaginn?

„Þetta er það sem að heldur manni í þessu, mér finnst ekkert sérstaklega gaman að mæta á æfingar á hverjum degi, en það er þetta "buzz" í þessar nokkrar sekúndur og allir glaðir saman sem heldur manni í þessu. Mig langar ekkert að hætta núna!''

Athugasemdir
banner
banner
banner