Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. júní 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Newcastle búið að bjóða Longstaff stórkostlegan samning
Matty Longstaff.
Matty Longstaff.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, segir að félagið hafi boðið miðjumanninum unga Matty Longstaff nýjan og stórkostlegan samning.

Hinn tvítugi Longstaff er ennþá á unglingasamningi hjá Newcastle og fær 850 pund á viku (144 þúsund krónur) sem er margfalt minna en liðsfélagar hans.

Longstaff verður samningslaus í lok mánaðarins og hann hefur rætt við Udinese á Ítalíu. Talið er að Longstaff hafi hafnað tilboði upp á 15 þúsund pund á viku í vetur en nú hefur Newcastle boðið honum nýjan samning.

„Við viljum halda honum. Við höfum gert honum mjög gott tilboð og vonandi náum við samningum," sagði Bruce í dag.

„Frá fótboltalegu sjónarmiði viljum við ólm halda honum. Hann er ungur strákur, stuðningsmaður Newcastle og uppgangur hans hefur verið magnaður. Við höfum boðið honum stórkostlegan samning að mínu mati og vonandi samþykkir hann þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner