Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 19. júní 2020 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robbie Keane við Tómas: Tottenham hefur ekki tíma
Keane er fyrrum sóknarmaður Tottenham.
Keane er fyrrum sóknarmaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
„Það sem er mikilvægast er að þeir hafa fengið Harry Kane og Son Heung-min til baka," sagði Robbie Keane, fyrrum sóknarmaður Tottenham, í samtali við Tómas Þór Þórðarson á Síminn Sport fyrir leik Tottenham og Manchester United sem hefst klukkan 19:15.

Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Kane og Son voru báðir að glíma við meiðsli fyrir kórónuveirufaraldurinn, en eru komnir til baka þremur mánuðum síðar sem er gríðarlega mikilvægt fyrir Tottenham sem er í áttunda sæti, fjórum stigum á eftir United sem er í fimmta sæti.

„Kvöldið í kvöld er mjög mikilvægt," segir Keane. „Þetta er lykilleikur og hann er að koma aðeins og snemma ef eitthvað er. Við höfum horft á leikina og leikirnir hafa verið aðeins hægir. Það er eðlilegt, þú þarft tvo til þrjá leiki til að komast í takt og ná upp leikformi. Tottenham hefur ekki tíma og kvöldið í kvöld er mjög mikilvægt."

Að lokum var Keane spurður út í hvort sóknarþríeykið hann myndi taka, þríeyki Tottenham eða United. „Það er erfið spurning. Harry Kane er náttúrulegasti sóknarmaðurinn af þeim öllum sem nía og Son er frábær og hann færir liðinu svo mikla orku. James er ungur strákur sem er að byrja ferilinn og Bergwijn er það líka."

„Á þessum tímapunkti myndi ég velja Tottenham þrenninguna," sagði Keane en viðtalið er hér að neðan í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner