banner
   fös 19. júní 2020 13:05
Elvar Geir Magnússon
Sane vill yfirgefa Man City og prófa eitthvað nýtt
Leroy Sane á æfingu Manchester City.
Leroy Sane á æfingu Manchester City.
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Leroy Sane hefur ákveðið að yfirgefa Manchester City. Pep Guardiola hefur staðfest þetta.

City hefur reynt að fá vængmanninn til að skrifa undir nýjan samning en núgildandi samningur rennur út á næsta ári.

„Hann vill fara í annað félag. Ég veit ekki hvort hann muni fara núna í sumar eða næsta sumar, þegar samningur hans rennur út," segir Guardiola.

Sane hefur ekki spilað fyrir City síðan hann meiddist illa í leiknum um Samfélagsskjöldinn í ágúst í fyrra og var ónotaður varamaður í 3-0 sigrinum gegn Arsenal á miðvikudaginn.

Sane hefur verið sterklega orðaður við Þýskalandsmeistara Bayern München undanfarna tólf mánuði.

„Hann er góður drengur og mér þykir mjög vænt um hann. En hann vill annað ævintýri," segir Guardiola um Sane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner