fös 19. júní 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær kallar eftir því að Pogba sýni leiðtogahæfileika
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur kallað eftir því að Paul Pogba sýni leiðtogahæfileika inni á vellinum í síðustu níu umferðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United mætir Tottenham í kvöld og Pogba er klár í slaginn eftir að hafa verið mikið meiddur á tímabilinu. Pogba hefur einungis spilað tvo leiki síðan í september vegna meiðsla.

„Paul er einn af bestu miðjumönnum í heimi. Hann er heimsmeistari (með Frökkum) og við viljum hafa þessa leiðtogahæfileika inni á vellinum," sagði Solskjær.

„Núna er hann heill, hann er að æfa og er klár. Ég sé það að hann er einbeittur og klár í að spila aftur."

„Hvort hann spili 45 mínútur í þetta skipti eða 60, veit ég ekki en á næstu mánuðum vonumst við til að hann verði aftur upp á sitt besta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner