Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. júní 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valdimar Þór: Ég horfi alveg eitthvað á fótbolta
Þetta var nú frekar asnalegt comment hjá mér þar sem ég horfi nú alveg eitthvað á fótbolta.
Þetta var nú frekar asnalegt comment hjá mér þar sem ég horfi nú alveg eitthvað á fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var aðalega í fótboltanum þar sem mér fannst það lang skemmtilegast.
Ég var aðalega í fótboltanum þar sem mér fannst það lang skemmtilegast.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég fæ almennilegt hlutverk innan liðsins, fæ að gera mistök og læra af þeim.
Ég fæ almennilegt hlutverk innan liðsins, fæ að gera mistök og læra af þeim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það sem ég þarf kannski helst að bæta í mínum leik er það að klára færin mín betur og ég hef verið að bæta það.
Það sem ég þarf kannski helst að bæta í mínum leik er það að klára færin mín betur og ég hef verið að bæta það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson er af flestum talinn einn af lykilmönnum Fylkis. Hann varð 21 árs gamall í apríl og lék sína fyrstu leiki sumarið 2016. Valdimar skoraði eina mark Fylkis í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í fyrstu umferð deildarinnar.

Valdimar á að baki fjóra U-21 landsleiki og í fyrra skoraði hann sex mörk í Pepsi Max-deildinni. Fótbolti.net hafði samband við Valdimar og spurði hann út í ferilinn til þessa.

Langskemmtilegast að vera í fótbolta
Hvenær byrjaði Valdimar að æfa fótbolta og prófaði hann einhverjar aðrar íþróttagreinar?

„Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var fimm ára með ÍA, ég held nú að það hafi ekki verið nein sérstök ástæða fyrir því að ég byrjaði að æfa fótbolta," sagði Valdimar.

„Ég var aðalega í fótboltanum þar sem mér fannst það lang skemmtilegast. Ég prófaði samt ýmsar íþróttir og má helst nefna badminton."

Fékk að gera mistök til að læra af þeim
Valdimar lék þrjá leiki í efstu deild og einn í bikar sumarið 2016. Hvernig var að koma inn í lið Fylkis á þeim tíma?

„Það var mjög fínt að koma þarna inn. Ég vissi lítið við hverju ég átti að búast en það var vel tekið á móti mér. Ég byrja að æfa einungis með þeim árið 2016 en var búinn að mæta eitthvað aðeins á æfingar fyrir það."

Hlutverk Valdimars stækkaði 2017 og 2018, hvernig voru þau tímabil þegar Valdimar hugsar til baka og í hverju bætti hann sig mest frá því hann kom fyrst inn í meistaraflokkinn?

„Árið 2017 þegar við vorum í Inkasso var mjög lærdómsríkt tímabil fyrir mig þar sem ég fæ almennilegt hlutverk innan liðsins, fæ að gera mistök og læra af þeim."

„Sumarið 2018 var ekki alveg jafn gott fyrir mig persónulega þar sem ég spilaði mun færri mínútur heldur en árið á undan. Það er í rauninni enginn einn þáttur sem ég hef bætt mig sérstaklega í síðan ég kom fyrst inn í liðið. Mér finnst ég frekar hafa vaxið sem leikmaður almennt."


„Skil ekki ennþá af hverju og hvernig ég fór að því að segja þetta"
Valdimar var valinn besti leikimaður 8. umferðar Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Eftir leikinn gegn Breiðabliki var Valdimar í viðtali og var fyrirsögn þess 'Horfi voða lítið á fótbolta'.

Aðspurður að því hvort Blikarnir hafi verið daprari en hann bjóst við sagði hann: „Ég veit það ekki. Ég horfi voða lítið á fótbolta þannig að ég veit ekki hvernig þeir spila vanalega," sagði Valdimar í viðtalinu í fyrra.

Valdimar fékk að svara spurningunni hreint út, horfir hann lítið á fótbolta?

„Þetta var nú frekar asnalegt comment hjá mér þar sem ég horfi nú alveg eitthvað á fótbolta. Það sem ég var að reyna að segja var bara að ég hafi ekki horft á Breiðablik spila þetta tímabil. Skil ekki ennþá af hverju og hvernig ég fór að því að segja þetta," sagði Valdimar og hló.

Hefur unnið í að bæta færanýtinguna
Hvernig fannst Valdimar síðasta tímabil hjá bæði sér og liðinu sem heild? Hvað þarf hann sjálfur að bæta í sínum leik?

„Síðasta tímabil var mjög sveiflukennt bæði fyrir mig og liðið. Við vorum að skora mikið en aftur á móti fengum við líka mikið af mörkum á okkur því við vorum að verjast illa sem lið. Það sem ég þarf kannski helst að bæta í mínum leik er það að klára færin mín betur og ég hef verið að bæta það."

Í vetur var Breiðablik sagt hafa áhuga á Valdimar. Voru einhverjar viðræður um að Valdimar færi í annað lið?

„Nei það held ég nú ekki, ekki svo ég viti."

Vill gera betur en í fyrra
Hvert er markmið Valdimars fyrir nýhafið tímabil?

„Markmiðið fyrir tímabilið er að gera betur en í fyrra og bara að halda áfram að þroskast sem leikmaður. Einnig vil ég gera allt sem ég get til þess að hjálpa liðinu að ná sem bestum árangri."

Að lokum, Valdimar spilar með gífurlega reynslumiklum miðjumönnum: Ólafi Inga Skúlasyni og Helga Val Daníelssyni. Hvað hefur Valdimar lært frá þeim?

„Það sem ég hef kannski lært mest af þeim er faglega hliðin í fótboltanum," sagði Valdimar.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Valdimar Ingimundarson (Fylkir)
Athugasemdir
banner
banner