Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 19. júní 2021 21:41
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Leikmaður sem maður vill að sjálfsögðu sjá í landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að ná að tengja tvo sigra í röð er frábært. Það er búið að líða svolítið á milli, búið að vera pása og verið erfið vika hjá okkur mikið af veikindum þannig að þetta er bara virkilega sætt.“
Voru fyrstu orð þjálfara Keflavíkur Gunnars Magnúsar Jónssonar eftir 1-0 sigur hans kvenna á liði Tindastóls í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Tindastóll

Keflavík komst yfir snemma í síðari hálfleik með marki Kristrúnar Hólm eftir hornspyrnu. Tindastólsliðið færði sig framar á völlinn við það sem skapaði opnanir fyrir lið Keflavíkur en frábær markvörður gestanna varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Var ekkert farið að fara um Gunnar að ná ekki að setja annað mark og klára leikinn?

„Jú vissulega en það var þó jákvætt hvað við vorum að skapa okkurn góð færi. En hún var frábær í markinu og maður sá þá nokkra boltanna liggja inni en á einhvern ótrúlegan hátt þá náði hún að verja,“

Gunnar gerði ákveðna breytingu á liðsuppstillingu sinni fyrir sigurleikinn gegn Breiðablik á dögnum þar sem hann færði fyrirliða Keflavíkur Natöshu Anasi í miðvörðinn. Það virðist hafa fært ákveðna ró yfir varnarleik liðsins. Um Natöshu sagði Gunnar.

„Natasha er bara þannig leikmaður að ég væri alveg til í að hafa hana í vörninni, á miðjunni og frammi. En við settum hana í vörnina gegn Blikum þar sem að Elín Helena Karlsdóttir er á láni hjá okkur frá Blikum og þá vantaði okkur hafsent.“

Gunnar bætti síðan við um frammistöðu hennar í leiknum gegn Blikum og í dag.

„Eins og hún er búinn að spila í þessum leikjum þá er þetta leikmaður sem maður vill að sjálfsögðu sjá í landsliðinu það er allavega mín skoðun. Ég á mjög erfitt með að skilja að hún skuli ekki vera þar en það eru aðrir sem að stýra því og stjórna.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner